14.9.2006

On the road again

Halló elskurnar. Takk fyrir kommentin góðu. Þau eru mikils metin skal ég ykkur segja. Vona þó að rass og rófu dæmið hafi ekki farið fyrir brjóstið á neinum. Nei, held ekki. Þið þekkið mig og vitið hvaðan ég kem;)

Á morgun fer ég til Stokkhólms. Fékk að vita það í dag. Við erum 16 kaospilotar sem erum að fara að vinna á alþjóðlegri ráðstefnu þar í borg. Okkar hlutverk er að sýna gestum ráðstefnunnar "the hot spots" í Stokkhólmi. Við keyrum uppeftir á morgun og verðum síðan að vinna laugardag og sunnudag. Ráðstefnan er síðan haldin á mánudag og þá látum við ljós okkar skína. Einstaklega spennó. Vona þó að bílferðin uppeftir verði ekki eins og seinast (sjá færslu frá 3. desember 2005. Það var nú meira ævintýrið!

Já, eitt enn. Er búin að setja inn fullt fullt af nýjum myndum á nýju flickr síðuna mína. Tjékk it át.

Engin ummæli: