24.9.2006

Kósý?

Sit hér í sjokki eftir að hafa næstum kveikt í húsinu. Já, þetta hófst allt með tilraun til að hafa kósý í kringum mig. Kertaljós og rólegheit. Var með kerti úti í glugga. Hefði betur mátt sleppa því vegna þess að þegar ég fór fram í eldhús að ná eitthvað og kom tilbaka að þá var kviknað í gardínunum. Ég hef oft pælt í því hvernig ég myndi bregðast við í neyð. Hvort ég væri hetja eða heigull. Já, heigull má ég heita. Fraus eiginlega bara en náði þó að skvetta glasi af sódavatni á gardínurnar og hrópa á Espen sem kom mér til hjálpar. Það fyndna er að ca. hálftíma áður en ég kveikti næstum í húsinu hugsaði ég með mér hvort ég ætti ekki barasta að kaupa nýjar gardínur. Nú neyðist ég til þess:/

Þetta óhappasaga Kamillu fyrir árið 2006. Njótið.


Annars er ég búin að kaupa mér miða heim! Kem heim að kvöldi 12. október og fer ekki aftur út fyrr en 20. nóvember. Haldiði að það sé?!

Engin ummæli: