Heyrðu, maður. Ég hringdi í Guggu eðalkokk áðan og spurði hvenær maturinn yrði til. Það var fátt um svör hjá henni Guggu minni. Hún ætlaði að gera linsubaunabuff en veit greinilega ekki hvernig linsubaunir líta út vegna þess að hún er að sjóða sojabaunir núna. Ég veit að þetta virðist ekki vera mikið mál en sojabaunir þurfa að liggja í bleyti yfir nótt áður en þær eru soðnar. Kannski að ég kaupi mér bara pulsu í kvöldmat:-/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli