
Úti að aka
Var bara mjög sátt við að hafa blibbað en áttaði mig svo á því að it was all in my head. Já, mörkin á milli raunveruleika og hugleika (er örugglega ekki orð en what the hey!) eru greinilega orðin mjög óljós hjá Millu litlu. Þess vegna held ég að ég tali svona mikið upp úr svefni. Reyni að nýta þessa tvo leika til fullnustu.
Allt gott að frétta af mér. Komin með kúnna. Mun vinna með Vesturporti, því merka leiklistarkollektívi. Hlakka óskaplega mikið til og ætla að gera þetta með stæl og dýfu. Kem eins og áður hefur verið skrifað 12. október og hefur enn ekki verið boðið í partý eða bjór. Það mætti halda að ég væri leiðinlegur og tíður gestur í heimahögunum.
Þessa dagana erum við að hanna process (nenni ekki að útskýra hvað það er núna) fyrir stærsta þvottahúsið í Århus (þvottahús spítalanna). Þess vegna vann ég heila vakt í þvottahúsinu til að fá innsýn í starfið og lífið á vinnustaðnum. Vann frá 14.00 til 22.30 og guð minn góður hvað ég er ekki sköpuð fyrir svona einhæfa erfiðisvinnu! Fólk sem vinnur svona störf eru hetjur. Hörkuvinna fyrir skítalaun og það kemur kannski ekki á óvart að stór hluti starfsfólksins eru innflytjendur.
Um helgina er 15 ára afmæli skólans. Þetta er bara unglingur og ég man hvernig ég var á þessum aldri. Einstaklega mikil gelgja. Keðjureykti undir hjólabrettapallinum á fótboltavellinum. Skammaðist mín fyrir foreldra mína (Alltaf skammast ég mín jafn mikið fyrir það.). Þoldi ekki bróðir minn og var með skipt í miðju. Vá, hvað maður er eitthvað týndur á þessum tíma. Kaospilots á líka sína gelgjustæla og vaxtarverki. Verð stundum brjáluð á þessum ungling en finnst hann samt yndislegur inn við beinið og reyni að taka honum eins og hann er en vil samt líka leiðbeina og reyna að ná því best úr honum. Vá, er þetta leiðinleg myndlíking eða hvað?
Núna verð ég að fara að sofa. Klukkan að verða eitt og komin langt fram yfir háttatíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli