Blibbið og klámið...
Í fyrstu virðist þetta tvennt ekki tengjast en við nánari athugun má finna samband þeirra á milli. Þannig er nefnilega mál með vexti að úti í hinum stóra heimi virðist vera erótísk stjarna sem ber sama nafn og ég (enda einkar sexy nafn...). Fyrir vikið er þessi kona mikið googluð og virðist vera vinsæl í þessum bransa sem ég alfarið fyrirlít. Sem leiðir svo að blibbinu... Ég er með extreme tracker sem gerir mér kleift að fylgjast með umferðinni á síðunni minni mér til gagns og gamans. Ég get þess vegna séð hvað fólk er að googla þegar það endar á síðunni minni. Margt hefur fengið mig til að hlæja enda hef ég skrifað um ýmislegt síðan ég byrjaði á því herrans ári 2002. En nú er þetta farið að vera einum of. Leitarorð eins og "Kamilla sexy photos," "Kamilla sexy," osfrv. Hér með bið ég þessa klámhunda (sem líklegast skilja ekki íslensku) sem eru að leita að hinni erótísku Kamillu að vinsamlegast láta mitt saklausa og ekki einu sinni ljósbláa blibb í friði. Og hananú. Yes, go away porno dogs! (Bara svo þeir skilji (geri ráð fyrir að meirihlutinn sé karlar)).
Og svo að annarri beiðni sem er öllu vinsamlegri. Þið, kæru vinir, vandamenn og blibbvinir megið alveg sendar mér orðsendingu af og til. Mér þykir ofsa vænt um það:)
Hér eru svo nokkrar myndir frá sushiáti mínu, Bjögga, Sigrúnar og Steen sem ég leyfi mér að linka á sem Björgvin myndasmiður á heiðurinn af. Hann er mjög nákvæmur og tekur því sjö myndir þegar aðrir myndu taka eina. Klapp fyrir nákvæmninni vegna þess að ef maður ýtir voða hratt á next þá verður þetta kannski eins og bíómynd. Vá!
Veriði bless.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli