13.7.2006

Gón dæn!

Ég sit hér í geggjuðustu íbúð sem ég hef komið inn í í Kaupmannahöfn. Og hér bý ég. Reyndar bara í nokkra daga. Var að flytja úr næstgeggjuðustu íbúð sem ég hef komið inn í í Kaupmannahöfn í fyrradag. Hún er á Nørrebrogade, fyrir ofan indverskan veitingastað. Á næstu dögum mun ég svo flytja eitthvert á Vesterbro. Veit ekki enn hvert. Já, ég er að reyna að komast hjá því að borga leigu á tveimur stöðum (Í Kbh. og Århus) og það hefur bara gengið svona líka vel í þennan mánuð sem ég hef verið hér. Hingað til hef ég gist hjá mömmu Signe, pabba Signe, Gry kennaranum mínum, Katrínu og Jens, og Sigrúnu og Steen. Víðförul kona. Það virðist ætla að ganga upp eitthvað áfram og ótrúlegt en satt að þá er ég alveg að höndla þetta. Vanafestan í mér greinilega eitthvað að losna. Og mér líkar það vel.

Það versta við þetta flakk er að ég er búin að borða pizzu í næstum öll mál síðan ég kom til Kbh:/ Ég er rétt farin að venjast nýju eldhúsi þegar ég þarf að flytja aftur. Og svo er líka hundleiðinlegt að elda fyrir einn. Það vantar líka alveg stað eins og Grænan Kost hér. Það er örugglega svoleiðis staður hér einhvers staðar. Veit einhvern um svoleiðis stað á Vesterbro/Frederiksberg? Þá myndi ég biðja ykkur að skila eftir orðsendingu handa mér í kommentínós.

Ég hitti frönskukennarann minn frá því í fyrrasumar um daginn. Eitthvað hefur mér mér förlast franskan og forðast hann því eins og heitan eldinn þó hann vilji ólmur kenna mér.

Ég keypti mér kóreska íþróttaskó áðan. Mjög fallegir. Við fengum 400 skópör í Wasteland um daginn frá Japan og ég er gjörsamlega að falippa út!

Ég keypti mér líka yogakennslu DVD og hef því vaknað snemma síðustu daga til að hlusta og horfa á hana Susan Fulton. Yoga er nefnilega stór hluti af hennar lífi og hún vonast til að það verði það hjá fleirum. Það gæti lukkast hjá Kamillu Ingibergsdóttur.

Ég hef ákveðið að reyna að taka processinn minn í Kaospilot í London. Ég ætla að láta það gerast. Vil áskorun og finnst að ég finni hana frekar í London en í Reykjavík og mig langar líka að gera þetta á ensku. Svo skemmir nú ekki fyrir að elsku Eva Signý er í London og ég vil ólm vera þar sem hún er. Þannig að líklegast kem ég ekki heim fyrir um jólin. Þið megið nú alveg einhver koma í heimsókn til mín enda einkar stutt að fara og alltaf gaman í Árósum:)

Jæja, gæfan fylgi ykkur:*

Engin ummæli: