Róm, harðfiskur og skatturinn
Nú bý ég út á Amager í nýja húsinu þeirra Sigrúnar og Steen. Þau eru á Íslandi og hér eru ég og feita kisa. Ég er einmitt að gæða mér á íslenskum harðfisk sem er svo góður. Af mér að frétta er það helst að við Kathrine, bekkjarsystir mín, erum á leið til Rómar í vikufrí áður en skólinn byrjar. Við fljúgum út 9. ágúst og komum aftur heim 17. ágúst. Skólinn byrjar síðan 21. ágúst. Við erum búnar að fá ókeypis gistingu í Róm hjá honum Pierluigi í gegnum hina frábæru heimasíðu couchsurfing.com. Vei, vei!
Svo fékk ég ansi skemmtilegan glaðning frá skattinum í dag. Hellings pening. Hjálpar mér geðveikt þarsem, ég er fátækur námsmaður.
Ok, The Closer er að byrja í TV. Gotta go.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli