26.4.2006

Ég er á leiðinni...

Halló elskurnar og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar. Nú er ég 27 ára og fullviss um að það sé ekkert nema frábært að vera 27 ára kona.

Það er vika í heimkomu og ég hlakka til að takast á við spennandi verkefni hjá Kópavogsdeild Rauða krossins. Alltaf gaman að gera eitthvað sem tengist þeirri deild.

Hér í Kaospilot er allt á fullu. Við erum að undirbúa koma rúmlega 70 manns sem þeyta inntökupróf fyrir team 13. Þau byrja á morgun og þetta er allt voða spennandi. Það eru sem sagt langir og strangir dagar framundan en þar sem ég er árinu eldri er ég algjörlega tilbúin í þetta.

Jæja, þar til næst.

Engin ummæli: