Þegar liðinn er mjög langur tími frá því að ég blibba hefur yfirleitt gerst svo margt að ég veit ekkert hvað ég á að skrifa um. Núna ligg ég uppi í rúmi í nýja fína herberginu mínu með flatköku með hangikjöti. Ég kom frá Kaupmannahöfn í dag eftir að hafa eytt rúmri viku þar. Mamma og pabbi komu nefnilega til DK 5. apríl og við erum búin að hafa það ofurgott saman bæði í Árósum og Kaupmannahöfn. Það var yndislegt að fá the parental units til sín og skrýtið á sama tíma vegna þess að þarna voru þau komin í umhverfi þar sem ég er ekki vön að hafa þau. En þau pössuðu eins og flís við rass hér og við héngum á kaffihúsum, versluðum, fórum á listasöfn og borðuðum góðan mat. Ég er búin að lifa lúxuslífi frá því þau komu. Við fórum síðan til Kaupmannahafnar á laugardaginn fyrir rúmri viku og gistum þar á hóteli. Það var geggjað og sturtan í herberginu mínu var svo góð að ég nýtti mér hana að minnsta kosti tvisvar á dag.
Ég var s.s. mjög hrein þegar leiðir okkar foreldra minna skildu í bili. En í staðinn fékk ég nýja fjölskyldu: Katrínu og Jens. Við eyddum páskunum saman og höfðum það súpergott á Vesterbrogade. Áður en ég "flutti inn" til þeirra rétti Katrín mér útprentaðan matseðil fyrir páskana. Þar var útlistuð hver máltíð í skrautletri og tímasetningar og allt á hreinu. Þessum matseðli var auðvitað samviskusamlega fylgt þannig að ég er búin að vera á beit alla daga síðan enda Katrín ekki þekkt fyrir neitt hálfkák þegar kemur að mat.
Í fríinu náði ég að:
-Byggja upp kanafíkn. Þá meina ég spilið kana. Ég er búin að vera óseðjandi og nú þarf ég bara að kenna bekkjarfélögum mínum spilið og þá er ég seif.
-Borða á einum fínasta veitingastað Árósa, Svineriet. Við mamma og pabbi vorum í tæpa þrjá klukkutíma að borða á þessum geggjaða stað. Steinbítur, kálfakjöt, pound cake, sjúklegt rauðvín og besti mojito sem ég hef á ævi minni smakkað.
-Eyða tíma með æðislegu foreldrum mínum. Ég er svo heppin að eiga þau!
-Borða ís á Paradis þrisvar sinnum á einni viku... guð, ég heyri mig fitna núna.
-Næstum tryggja mér sumarvinnu. Það eru allar líkur á að ég eyði sumrinu í ljúfu Kaupmannahöfn.
-Taka ekki eina einustu mynd. Pabbi, þú verður að senda mér eitthvað af myndunum sem þú tókst.
-Eyða öllum peningunum mínum:/
-Fara út að borða á víetnamskan stað (Le Le á Vesterbrogade. Mæli með honum. Þetta geta Ragnheiður, Raggi, Ingi Þór og Peter Liljeros staðfest! Ég fer s.s. þangað við hvert tækifæri;)) með ma, pa, Katrínu, Dæju, Ingva, Adda og Kötu. Vá, hvað var gaman!!
-Horfa loks á City of God. Þetta er svo mögnuð mynd!!!
-Koma við í Wasteland og heilsa upp á vinina þar. Þar fékk ég að gjöf forláta rafmagnshrísgrjónasuðupott beint frá Tælandi. Nú get ég sko farið að gera sushi án nokkurra vandkvæða.
Jæja, núna nenni ég ekki meiru.
Hey, já, Ég kem til Íslands 3. maí og verð til 23. maí. Með í för verða Peter Liljeros og Torhild Pedersen. Ú la la!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli