Slúðrið beint í æð
Ég uppgötvaði gullnámu í morgun. Það er hægt að lesa Hér og Nú, Birtu og DV á visir.is! Ég er núna hreinlega búin að liggja yfir íslenska slúðrinu enda Íslendingur búsettur á erlendri grundu (já, einstaklega fínt eitthvað) þannig að mig þyrsti í hneyksli af litlu eyjunni minni. En þetta er nú alltaf sama bölvaða tóbakið. Já, þessi sæta stelpa er byrjuð með öðrum fótboltakappa. Þessi er ennþá á nærbuxunum í slúðrinu. Þessi er s.s. ennþá mini-celeb á Íslandi og þessi var að kaupa sér nýjan bíl. Nú man ég af hverju ég las bara slúðrið þegar ég fór í klippingu á ca. sex vikna fresti. En nú er ég klár í slaginn. Myndi standa mig vel í saumaklúbbi í Reykjavík í kvöld... svona fyrir utan nefrennslið og kramda flensuhárið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli