
Ég er að deyja...
Úr ást? Nei, úr pest. Skólinn minn er nefnilega stundum eins og leikskóli, þ.e.a.s. börnin smitast af öllum hugsanlegum flensum. Núna er ég s.s. búin að liggja í bælinu í nokkra daga og mér líður eins og Michelin manninum innan í mér, öll einhvern veginn bólgin. Gómurinn er líka bólginn. Gat varla sofið í nótt vegna þess að ég er með svo bólgin góm. Hvað er nú það?! Ég þakka þó guði og englunum fyrir youtube.com en ég hef skemmt mér við að horfa á South Park á milli þess sem ég snýti mér og sef.
Jæja, þetta tók á. Finn að hausinn er að bólgna enn meira við þessa áreynslu sem fylgir pikkinu. Sendið mér nú strauma eða jafnvel e-mail eða jafnvel heillaóskaskeyti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli