Ég kem heim!
Já, ég, ásamt tveimur eða þremur bekkjarfélögum, mun gera fyrsta árs lokaverkefni mitt á Íslandi. Vei. Við erum í viðræðum við nokkra aðila og það kemur í ljós í næstu viku hvern við munum vinna fyrir. Þannig að ég verð á landinu í þrjár vikur í maí. Ég er voða glöð vegna þess að ég hef hugsað mér að eyða sumrinu í Kaupmannahöfn og núna fæ ég samt smá bút af ykkur og landinu mínu.
Ég er búin að jafna mig á flensunni frá helvíti. Ég hélt ég myndi hoppa út um gluggann á tímabili og var farin að halda að ég myndi aldrei jafna mig. Fyrir vikið óverdósaði ég á South Park og nú virðist allt minna mig á atriði í þáttunum sem segi oft og iðulega þeim sem eru í kringum mig frá.
Annars er ég að fara að flytja 1. apríl. Ekki nenni ég því og ég ætla að bara að fá sterku strákana úr bekknum til að gera allt það erfiða. Svo get ég bara dundað mér við að raða og svoleiðis. Nú í stað tveggja stúlkna mun ég búa með fjórum öðrum og með eitt baðherbergi! Yikes.
Ég keypti minn fyrsta rauða varalit í gær. Mér hefur alltaf fundist ég asnaleg með varalit en þessi er bara alveg gorgeous. Já, ansi margt í fréttum...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli