18.3.2006


Óskir um teppalagt gólf og húsnæði

Í gærkvöldi óskaði ég þess í fyrsta skiptið að gólfið í herberginu mínu væri teppalagt. Ástæðan er einfaldlega sú að ég missti dýrmæta Kanebo púðrið mitt í gólfið og það brotnaði. Þetta er ekki eina snyrtivaran sem hefur "misst lífið" af völdum trégólfs. Uppáhalds augnskugginn og MAC kinnalitur eru líka fallin í valinn. Væl.

Húsnæðisörðugleikar mínir virðast engan enda ætla að taka. Á mánudaginn fékk ég símtal frá gaurnum sem ætlaði að leigja mér herbergi. Hann tilkynnti mér það að ég gæti bara fengið herbergið til 1. ágúst sem passar mér alls ekki. Vikan hefur þess vegna farið í örvæntingarfulla leit að nýju herbergi. Leitin hefur ekki gengið nógu vel. Flest herbergin eru rottuholur með allt of háa leigu. Reyndar er eitt herbergi sem ég vildi gefa allt fyrir að fá þannig að krossið fingur fyrir mína hönd. Ég er síðan að fara að skoða herbergi á morgun og íbúð á mánudag en við Ellen, bekkjarsystir mín, erum jafnvel að spá í að leigja saman.

Hef ekki mikið til að blibba um. Það eina sem ég virðist geta hugsað um er að finna húsnæði.

Bless.

Engin ummæli: