Til hamingju Ísland!
Ég horfði á hina mögnuðu heimildarmynd Born into brothels áðan. Einstaklega átakanleg en samt eitthvað svo falleg mynd. Fékk mig til að setja "lúxusvandamál" mín í samhengi við veruleikann. Ekki það að maður eigi að gera lítið úr eigin vandamálum en þetta var smá svona reality check.
Mín heitasta ósk núna er að Silvía Nótt keppi fyrir hönd Íslendinga í Eurovision. Þetta lag er m.a.s. þónokkuð betra en hvert popphneykslið á fætur öðru sem ég hef heyrt í þessari forkeppni. Tékkið á því. Uppáhaldslínan mín er: Allar hinar tíkurnar eru bólugrafnar en ég er hrein mey. Hahaha!
Við erum á fullu blasti að plana kveðjupartý fyrir team 11 en þau eru að fara til San Francisco í þrjá mánuði. Partýið verður á föstudaginn og þemað er Ameríka. Born in the U.S.A. í botni, mechanical bull (ef við náum að redda því), grillveisla og walk of fame. Nú veit ég loks að það var ástæða fyrir að ég keypti nælu sem á stendur God bless America. Nú get ég loksins notað hana!
Áfram Silvía Nótt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli