14.2.2006

Farin og komin aftur

Kom til Árósa áðan eftir frábæra ferð til höfuðstaðarins. Það er kúkafýla í Árósum. Veit ekki hvort hún sé nýkomin eða að ég hafi bara verið samdauna henni þegar ég fór.

Kaupmannahöfn var æði. Við Peter fórum í sannkallað dömufrí. Við náðum að hitta flesta sem eru mér mikilvægir í Kaupmannahöfn. Katrín og Jens voru svo yndisleg að lána okkur íbúðina hans Jens en fyrstu dagana hýsti Guðni okkur. Takk fyrir okkur, góða fólk. Við Peter erum greinilega orðnir sveitalubbar vegna þess að við gerðum ekki annað en að hneykslast á agressívum Dönum, verðlagi og strætó. Inn á milli gátum við þó þóst vera borgarbörn og fórum í Vice partý, út að borða og í spa. Ég tók heilar tvær myndir þannig að það verður lítið um myndrænt efni til að fylgja þessari færslu.

Daginn áður en ég fór til Kbh fékk ég þó leiðindafréttir. Ég er að missa yndislega herbergið á Vesturgötu 6a. Það á að gera íbúðina upp og leigja hana út á þreföldu verði enda 140 m2 á besta stað í bænum. Ég fékk auðvitað skipulagssjokk og sendi út mjög dramtískt e-mail á skólafélaga mína og aðra velunnara í örvæntingarfullri leit að nýju herbergi. Sú leit bar árangur og svo virðist sem að ég mun flytja á Nørrebrogade þann 15. mars. Ég á reyndar eftir að kíkja á herbergið en hef heyrt að það sé mjög fínt og svo búa nokkrir kaospilotar þarna þannig að þetta virðist ætla að reddast.

Hún Diljá mín fer til San Fransisco á morgun og Guðni er fluttur til Kaupmannahafnar. Nú er pressan á þér, Erla mín, að halda mér við í íslenskunni;) Maður er svo fljótur að gleyma, þú skilja...

Jæja, þar til næst.
Ást og friður,
Milli Vanilli

Engin ummæli: