Ég er að verða vitlaus...
Get ekki sofnað. Er auðvitað búin að snúa sólarhringnum við eins og manneskju í jólafríi sæmir. Er samt komin með hundleið á því og ligg núna uppi í rúmi. Nenni ekki að horfa á sjónvarp, nenni ekki að lesa blogg, nenni ekki að lesa bók, nenni bara að hlusta á sama lagið aftur og aftur (Seperate Ways með Teddy Thompson. Takk, Þórir!) og pirra mig á því að ég geti ekki sofnað.
Ég fer á sunnudaginn. Ísland er æði en ég er alveg tilbúin að fara aftur út. Ég hélt það þyrfti að draga mig nauðuga út á flugvöll en ég er sátt. Sátt og tilbúin.
Fór á náttúrulausu tónleikana á laugardaginn var, þökk sé Þórhildi Guðrúnu Ólafsdóttur öðlingi. Mikið var það nú gaman þrátt fyrir það afrek að hafa staðið á hælum (og þunn...) í fimm tíma. Einir best heppnuðu tónleikar sem ég hef farið á hér á Íslandi. Allt gekk eins og í sögu. Stjarna kvöldsins var að mínu mati Damien Rice. Ég var að sjá hann í fyrsta skiptið með hljómsveit. I remember var svo flott hjá þeim. Og Lisa Hannigan bræddi mig. Englafögur rödd. Atriði kvöldsins var hins vegar Rass og skólahljómsveit Vesturbæjarskóla en þau tóku saman Congratulations lagið hans Cliff Richards. Setning kvöldsins var síðan "Takk fyrir rafmagnið" en Óttar Proppé mælti þau hnyttnu orð. Já, náttúra Íslands. It's a keeper!
Síðasta íslenska sukkstundin verður síðan á föstudagskvöldið. Verið bara viðbúin!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli