
Bjórhór...
Walking on sunshine... or eggshells
Ég er komin aftur "heim." Var komin með lest til Árósa rúmlega 11 í gærkvöldi og með bros á vör hélt ég heim á Vestugötu. Diljá tók innilega á móti mér og ég hófst handa við að rífa allt upp úr töskunum, fá allt í röð og reglu. Fyrsti skóladagurinn í dag. Magnaður, alveg hreint. Það var auðvitað yndislegt að hitta alla aftur. Byrjuðum daginn á kaffi, croissant og spjalli. Síðan tóku Stine og Finn frá The Copenhagen Institute of Untamed Creativity við okkur og við eyddum restinni af deginum í æfingar til að byggja upp traust og liðsheildina í bekknum. Í því fólst skotbolti upp á líf og dauða, spuni, ímynduð fjallganga og síðast en ekki síst eggjagangan mikla. Í þeim herlegheitum var bekknum skipt í þrjá hópa. Búið var að raða um 50 eggjum um allt gólf. Ég var í fyrsta hópnum. Við áttum síðan að binda fyrir augun og labba í kringum eggin. Sæjitt! Þetta gerðum við og meira að segja á fjórum. Og það brotnuðu bara nokkur egg hjá 36 manns. Ekki nóg með að labba í kringum þau án þess að sjá áttum við líka að leggjast á bakið og síðar meir standa upp og hoppa síðan eins hátt og við gátum án þess að brjóta egg. Asskoti skemmtilegt. Þetta verður bókað næsti partýleikur hjá mér. Tilgangur æfingarinnar var hins vegar að fá okkur til að fá tilfinningu fyrir rýminu í kringum okkur og að treysta á aðra en einn hópur átti alltaf að passa þá sem voru með bundið fyrir augun. Eftir skóla var að sjálfsögðu fjölmennt á barinn til að drekka bjór. Ó, þetta ljúfa líf!
Hér kemur síðan smá listi yfir það sem stóð upp úr á meðan Íslandsdvölinni stóð:
-Mín yndislega fjölskylda og vinir.
-Maturinn hennar múttu. Kalkúnninn og humarinn voru æði!
-Partýið hjá Þórhildi og Gústa.
-Wonderpants.
-Nuddið frá Hilmu og Jóni Birni.
-Þegar ég talaði mjög mikið upp úr svefni í rúminu hennar Hilmu.
-Rauðvínssull okkar Inga Þórs.
-Náttúrulausu tónleikarnir.
-Trúnó með öllum stelpunum mínum.
-Flugeldarnir hans Skúla.
-Pönnsurnar hennar ömmu.
-Jólabumban (hún stóð eiginlega út fyrir buxnastrenginn...)
-Vídeógláp með Thelmu og Guggu.
-Og allt hitt sem er vart prenthæft.
Takk allir sem lögðu hönd á plóg til að gera fríið sem best.
Í lokin koma nokkrar myndir til glöggvunar:)

Milla og Kata.

Ingi Þór að mála. Máluðum herbergið hans í einum rykk.

Anna sæta.

Katrín mín.

Eva Signý. Við hlógum svo mikið í partýinu hjá Þórhildi.

Þórhildur er upprennandi undirfatahönnuður...

Wonderpants!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli