Gleðilegt nýtt ár!
Þá eru jólin og áramótin komin og farin. Það er svo fyndið hversu langur tími það er sem leiðir að jólum og áramótum og svo koma þau og eru næstum farin jafnóðum. Þetta voru yndisleg jól. Róleg og góð. Og sömuleiðis áramótin. Reyndar var það eiginlega mér að kenna hversu róleg þau voru. Ég var nefnilega ofurþunn á gamlárs. Rétt skreið heim kl. 7.30 að morgni gamlársdags. Var fyrir vikið vart viðræðuhæf þennan síðasta sólarhring ársins.
Ég geri voðalega lítið af því að gera hluti upp, taka þá saman. Veit ekki alveg af hverju sem er skrýtið þar sem ég er mjög skipulögð. Ætla að reyna að gera upp árið 2005. Hvað gerðist merkilegt í mínu lífi?
Ég flutti til Danmerkur.
Ég komst inn í frábæran skóla.
Ég vann í ótrúlega skemmtilegri sumarvinnu (second-hand búð. Hahahaha!).
Ég kynntist ótrúlega mörgu nýju og spennandi fólki.
Ég átti ástarævintýri.
Ég fjórfaldaði fötin í fataskápnum mínum.
Ég fór til Osló, London og Stokkhólms og áttaði mig á því að Stokkhólmur er frábær borg! Allir þangað;)
Ég djammaði óheyrilega mikið og mikið var það nú skemmtilegt.
Ég hitti ekki foreldra mína í tæpa níu mánuði. Það var erfitt.
Ég tognaði á ökkla. Það tók mig fimm vikur að jafna mig og á þeim tíma gat ég ekki gengið í háhæluðum skóm. Það var challenge.
Ég áttaði mig á því að ég er ekki sama manneskjan í útlöndum og á Íslandi. Það gæti verið tungumálaveggurinn.
Þetta var gott ár. Þau verða alltaf betri og betri.
Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér og skil ekki. Síðan ég kom til Íslands hef ég fengið tvö missed calls frá Kína á íslenska númerið mitt. Í fyrra skiptið pældi ég nú ekki mikið í því og reiknaði með því að viðkomandi hefði einungis hringt í skakkt númer en þegar þetta gerðist í annað skiptið og sama númer að þá varð ég voðalega forvitin. Til að svala forvitni minni flétti ég þessu auðvitað upp í kínverskri símaskrá á netinu. Sá sem hefur verið að hringja í mig er enginn annar en ?????????????????????????????????????????. Já, aldrei bjóst ég við þessu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli