25.1.2006

Dramtík og ræningjar

Halló, hér er ég. Ég er södd. Ógeðslega södd!

Með Héðin sem fyrirmynd birti ég hér lista yfir það sem hefur gerst síðan ég blibbaði síðast.

-Ég hef drukkið bjór, fleiri en einn og fleiri en tvo.
-Ég hélt tvö matarboð fyrir samkynhneigða vini mína. Þeir eru svo margir.
-Ég fór í risastórt partý. Þegar mest var voru um 200 manns í íbúðinni.
-Ég huggaði bekkjarsystur mína eftir að hún var rænd. Hún var rænd í partýinu og þegar hún kom heim til sín daginn eftir var allt verðmætt horfið úr íbúðinni.
-Ég horfði á 2. seríu Little Britain. Bubbles er æði!!!
-Ég hef gengið í gegnum tilvistarkreppu með bekknum. Hún stendur reyndar enn yfir.
-Ég varð vitni að því þegar jafnaldra bekkjarsystir gaf kennaranum okkar puttann. Allt í einu leið mér eins og grunnskólanema.
-Ég borðaði næstum allt íslenska nammistashið mitt:/
-Ég hef endurnýjað kynnin við hinar bragðgóðu og jafnframt ódýru yum-yum núðlusúpur. Tilvalin fæða fyrir fátæka námsmenn... næringargildið má deila um.

Segjum þetta gott.

Sæl að sinni.

Engin ummæli: