16.10.2005

Legusár á næsta leiti

Ég er búin að liggja uppi í rúmi í einn og hálfan sólarhring með einstaka pásum. Langþráð hangs. Haustfríið mitt hófst núna á föstudaginn og flestir í bekknum mínum eru farnir heim í þessa rúmu viku sem fríið mun endast. Ég fer nú ekki til Íslands en þó til London á miðvikudaginn.

Horfði á Dís áðan. Mikið leiddist mér hún í þetta skiptið. Eina sem hún gerði fyrir mig var að minna á gamla góða Ísland. Það verður nú ansi gott að komast heim í jólafrí og það í heilan mánuð. Jább, ég kem heim 18. des og fer síðan aftur út 15. jan. Skráið þetta hjá ykkur. Ég vil nefnilega gera allt þegar ég kem heim. Ein spurning þó. Er grundvöllur fyrir því að halda fatamarkað þegar ég kem heim? Á nefnilega ógrynni af fötum, fullt af nýju líka sem ég er ekki alveg að finna mig í... Ef svo er, væri það þá fyrir jól eða eftir jól?

Jæja, ég sit nú og bíð eftir vikulegu sunnudagssímtali frá elskulegu fjölskyldunni minni. Alltaf þegar það er komið fram yfir kvöldmatartíma og síminn hefur ekki hringt velti ég því fyrir mér hvort þau séu búin að gleyma mér og eitt tár læðist niður kinnina... nei, nei, ekkert svona. Þau gleyma mér aldrei þetta yndislega fólk sem ég er svo heppin að eiga sem fjölskyldu:-)

Já, eitt enn, er Höfn í Hornafirði að sökkva?

Engin ummæli: