Af einhverri undarlegri ástæðu fékk ég sent franskt fréttabréf um Sigur Rós á hotmeilið mitt. Þar var verið að láta mig vita að ég gæti horft á nýjasta myndband þeirra drengja við lagið Glósóla. Mikið óskaplega er þetta fallegt myndband. Ég er ekki frá því að nokkur tár hafi fallið í enda myndbandsins. Kíkið endilega á það.
Annars var ég að setja inn nýjar myndir sem spanna líf mitt síðan ég flutti til Árósa á þeim merka degi 25. ágúst. Myndirnar getið þið skoðað hér, sumar hafið þið séð, aðrar ekki:-)
Ég er að fara til London á morgun!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli