11.10.2005

Ég er í svo skemmtilegum skóla tra la la

Halló elskurnar. Það er mánudagur í Árósum sem og víða annars staðar. Ekta mánudagur þar sem maður nennir ekki að gera neitt sem krefst þess að hugsa. Síðasta skólavika var frábær. Ein sú besta hingað til. Kennsla í söng og mælskulist. Ég var nú búin að segja ykkur aðeins frá þessu. Partýundibúningur náði síðan hámarki dagana fyrir partýið. Þemað var sem sagt elliheimili og vá hvað þetta heppnaðist vel! Við teppalögðum salinn okkar og skreyttum með alls kyns dóti sem maður sér á heimilum eldri borgara. Við gjörbreyttum ásýnd salarins. Svo skipulögðum við fullt af uppákomum. Við vorum með tvo hópa af læknum og hjúkrunarfræðingum sem tókum gestina í skoðun. Í skoðuninni fólst m.a. nudd og sprauta fyllt með Fisherman's Friend skoti. Það var hjólastólarallý, eye-toy keppni og svo hélt ég danskennslu fyrir eldri borgarana. Ég var nefnilega Kamilla Kaasalainen, finnskur og fasískur danskennari sem hafði átt góðan feril í sjónvarpi sem stjórnandi þáttarins Disco Dansiinen. Þetta var hálf súrelísk stemning hjá mér. Haha. Við bjuggum líka til vídeo sem við vörpuðum á vegginn allt kvöldið. Í því mátti sjá Henrik, bekkjarfélaga minn, í vatnsleikfimi með eldri borgurum. Drepfyndið!!! Það mætti segja að kvöldið hafi eiginlega ekki endað hjá mér. Ég var nefnilega plötusnúður líka og þegar partýið var búið vorum við búin að steingleyma hvernig ætti að kveikja á þjófavörninni þannig að við ákváðum bara að gista í skólanum. Ég, Alex og Peter tókum þetta með stæl og dýfu! Morgunin eftir kom hópurinn sem átti að þrífa og vakti okkur. Þá hófust þrifin sem tóku sex tíma!! Við tókum auðvitað góðar pásur inn á milli og skot líka (ok, mamma, ekki hringja á Vog. Þú værir í sama fíling ef þú værir hér;-)) og þrifum hátt og lágt með músík á fullu blasti. Ég held að það megi með sanni segja að fyrsta partýið sem Team 12 skipulagði hafi heppnast asskoti vel!

Ég fer til London í næstu viku. Ég hlakka til til til! Hef ekki komið þangað síðan 2000 og hlakka til að fá að kynnast lífi Evu Signýar þar í borg.

Hef verið að hlusta á nýjasta disk Death Cab for Cutie í nokkrar vikur núna. Hann er voða ljúfur en ég sakna svolítið rokk elementsins. Hér er smá textabútur úr laginu Soul meets body.

Cause in my head there's a greyhound station
Where I send my thoughts to far off destinations

Alltaf þegar ég heyri þetta minnir það mig á Greyhound stöðina í Washington D.C. Þaðan tók ég rútu til New York í apríl 2001. Fannst þá eins og ég væri í atriði í bíómynd þar sem America með Simon & Garfunkel var spilað undir. Á Greyhound stöðinni sá ég margt spennandi sem ég hafði ekki séð áður, m.a. sjónvarp fast við stól og klæðskipting. Stóran (og þá meina ég stóran og stæltan!), svartan mann í stuttu gallapilsi og rauðköflóttri gallaskyrtu bundinni um mittið. Mér fannst ég eitthvað svo hryllilega kúl þarna og veraldarvön. Kamilla á leiðinni til NYC á sleasy rútustöð með klæðskipting. Hahaha! Maður gerist varla meiri heimsborgari, eða hvað??

Að venju koma djammmyndir með færslunni:-)


Torhild, sæta hjúkka

Doktor Kamilla hjálpar frú Tobias til sætis. Anders (tölvukennarinn okkar) sést þarna líka.

Jakob kallinn

Paola barhjúkka

Peter og kærasta Alex sem er með mér í bekk

Linn peppar upp Jonas fyrir hjólastólarallýið

Kamilla Kaasalainen með gógógaurunum Alex og Jonas.

Zulma hlúir að Jonas.

Daginn eftir. Rónarnir mínir þau Helene, Peter og Kathrine.

Það var brúðkaupsveisla í Svineriet sem er í sama húsi og við lékum okkur við krakkana úr veislunni. Þau máluðu Peter svartan í framan með tannlakki. Hahaha!

Engin ummæli: