
Á afmæli litla bróður (sem er ekkert svo lítill lengur)...
slappar Kamilla litla af, naglalakkar sig og er með andlitsmaska. Það er nauðsynlegt að taka fegurðarkvöld af og til. Tók sóló syrpu í skólanum í dag. Ég söng fyrir framan hálfan bekkinn minn!!! Við erum búin að vera að læra söng og mælskulist þessa vikuna og vorum s.s. að vinna í einsöng í dag. En mikið asskoti var þetta erfitt. Sem betur fer á ég svo frábæra bekkjarfélaga sem hjálpuðu mér og hvöttu áfram. Ég er nefnilega manneskjan sem myndi frekar borða orm en að syngja á almannafæri. Þetta þekkir fjölskylda mín en þegar ég hef gert músík með Inga Þór afmælisbarni og pabba cool hefur það reynst þrautinni þyngra. Pabbi mátti ekki einu sinni vera inni í stúdíóinu, bara Ingi Þór. En þetta gat ég og þetta var bara svona líka fínt. Söngkennarinn okkar, hún Janne, er kórstjóri hjá einum besta gospelkór í DK þannig að við erum búin að vera eins og svakalegasti gospelkór norðan Missisippi... Þetta var frábært!
Á föstudaginn er partý í skólanum. Fyrsta partýið af mörgum sem Team 12 skipuleggur. Í þetta skiptið erum við að kveðja Team 10 sem heldur af stað út í heim á næstunni í svokallað world internship. Þemað verður elliheimili. Haha. Þetta verður geggjað! Þori ekki að segja of mikið ef elsku Guðni skyldi kannski lesa þessa færslu en hann er í Team 10 og þetta er náttúrulega top secret.
Diljá mín er farin. Yfirgaf mig í gærmorgun og er nú komin heim til Íslands. Það er voða tómlegt hérna án hennar. Ég er búin að senda henni tölvupóst og biðja hana um að koma heim á Vestergade. Það var tveimur og hálfum tíma eftir að hún fór...
Á föstudaginn var haldið bekkjarpartý og gvöð menn góður hvað var djammað. Við sprengdum hátalarana, límdum okkur saman með teipi, dönsuðum kolkrabbadansinn, drukkum allt áfengt í húsinu og nánasta nágrenni, sungum hástöfum með Bohemian Rhapsody, gerðum galdrabrögð og játuðum ást okkar hvert á öðru. Ekkert nema gott kvöld.
Hér fylgja nokkrar myndir. Myndatextinn er eitthvað skrýtinn en ég nenni ekki að laga hann. Ein lína á hverja mynd. Þið eruð svo skörp að þið ráðið fram úr þessu;-)

Kathrine, Kamilla og Stine

Alex deyr úr hlátri og Henrik fylgist með

Tone í sveiflu

Anders og Kamilla límd saman

Helene tilbúin með teipið.

Gaz og Torhild

Brjáluð múv á dansgólfinu

Þetta var rétt áður en við fórum niður í bæ. Við vorum í annarlegu ástandi...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli