30.9.2005

Ég ætla að fá einn heimsborgara og stóran skammt af frönskum

Ég var að fá þær frábæru fréttir í gær að Team 12 fer saman til Osló í nóvember. Það var að byrja Kaospilot skóli þar og við förum að hitta Team 1 Norway. Svo munum við líka halda workshop fyrir eitthvað af starfsfólki Synnove Finden. Og ég hef aldrei farið til Noregs! Vei! Þið megið því eiga von á mér í London í október, í Osló í nóvember og í KEFLAVÍK í desember.

Gaz, vinur minn frá Manchester, er að koma í heimsókn á eftir og ætlar að vera yfir helgina. Hann var með mér í hóp í inntökuprófunum í skólann, komst inn en ákvað að koma ekki í Team 12. Mér finnst það mjög sorglegt vegna þess að við unnum snilldarlega vel saman. Það kom nánast reykur út um eyrun á okkur, svo mikil var ákefðin og hugmyndaflugið. En við höfum ákveðið að vinna bara samt saman að verkefnum. Það að við séum ekki saman í skóla þarf ekkert að stoppa okkur!!

Jæja, búin snemma í dag. Ætla að fara og spila pool. Hóða gelgi!

Engin ummæli: