26.10.2005


Ég labbaði í bæinn...

Þetta lag var greypt í heila mér allan tímann í London, oftast mér og annarra til mikillar ánægju og sjaldnar til ama. Vandamálið var þó að þetta er eina línan sem ég kann í textanum þannig að ég endurtók hana sí og æ.

London var í einu orði sagt frábær!! Eva Signý og Víkingur eru auðvitað gull af fólki og voru svo væn að veita mér þann heiður að vera þriðja hjólið. Vesturport gengið var statt í London að sýna Woyzeck og gistu á hinu indæla Ibis hóteli á Commercial St. Fyrir vikið fékk ég að gista frítt á hóteli í þessari æðislegu ferð. Ekki slæmt það.

Við Eva Signý ákváðum frá byrjun að þetta yrði engin núðlusúpuferð og stóðum svo sannarlega við það. Á dagskránni var m.a. sukk í íslenska sendiráðinu, make-over og myndataka, smá verslunarleiðangur, crispy duck í Soho, innflutningspartý í stórkostlegu íbúð þeirra Jóns Gunnars og Lindu og svo margt fleira. Ég nenni ekki alveg að fara út í nánari lýsingar núna. Ég tími helst ekki að segja frá þessu svo skemmtilegt var það. Vil ekki saurga minningarnar með því að reyna að koma þeim á tölvuskjá. Í staðinn fáið þið bara myndir og er ekki sagt að ljósmynd segi meira en þúsund orð? Reyndar eru þetta ekki margar myndir og flestar af mér og Evu en við erum svo sjúklegar að það er bara í góðu lagi...

Vegna þess hversu stórkostleg ferðin var var frekar niðurdrepandi að koma heim til litlu Árósa en strax og ég fór í skólann breyttist það allt. Þessa vikuna erum við einmitt búin að vera að hanna ljósmyndasamkeppni fyrir ljósmyndara hér í borg. Mjög skemmtilegt.

Jæja, skrifið nú komment eða gerist djörf og sendið mér tölvupóst. Ég þrái fréttir af ykkur öllum. Netfangið er tokamilla@kaospilot.dk. Þangað til næst.

Engin ummæli: