Sænsk-íslenska undrið
Vá, hvað ég átti fráhábæra helgi!!!! Hún var svo frábær að ég ætla að segja ykkur frá henni. Við Diljá héldum nefnilega sænskt-íslenskt matarboð á laugardaginn og það var ó svo gaman. Stóra eldhúsið okkar var skreytt með blöðrum í fánalitum beggja þjóða, mjög smart;-) Hver gestur kom síðan með þjóðarrétt eða alla vega eitthvað sem minnti hann eða hana á sitt heimaland. Fyrir vikið fengum við sænskar kjötbollur, dýrindis saltfisk, Skagarækjur, guacamole (!) og fleira gómsætt. Og dagskráin var sko þétt. Hlutverkaleikur þar sem Diljá þurfti til dæmis að segja öllum sem heyra vildu hvað henni fyndist óþægilegt að ganga í nærbuxum og að hún hreinlega skildi ekki tilgang þeirra. Haha! Pakkaleikur en í pökkunum voru alls kyns hlutir, fljúgandi súperhetja, ástartré sem vex á einum degi og hreyfiskynjari svo eitthvað sé nefnt. Síðan var keppni um hver gæti borðað kjötbollu á sem kynþokkafyllstan hátt. Limbó og kolkrabbadans. Ekta kaospilot partý! Inn á milli allra leikjana voru síðan drukkin skot. Svo mörg að fæst munum við eftir nóttinni. Kamilla tónlistaróða, með dyggri aðstoð Diljár, bjó auðvitað til playlista sem var 11 klukkustunda langur. I know, sækó Milla!! Leiðin lá síðan á mest tacky klúbb sem Aarhus hefur af sér alið, nefnilega Social Club. Niðurstaða: Eitt besta kvöld sem ég hef upplifað í langan tíma! Myndirnar getið þið séð hér. Þær eru reyndar í öfugri tímaröð þannig að þið byrjið bara aftast:-)
Sunnudeginum eyddum við síðan í himnaríki þunnilda. Matur, rúm og góð kvikmynd. Ég, Dilla, Peter og Måns átum yfir okkur og horfðum á It's all gone Pete Tong sem er btw alveg hreint frábær.
Svo eru komnar myndir á heimasíðu Kaospilot af Team 12 þannig að þið getið séð elsku fólkið sem ég mun eyða næstu þremur árum með. Ég er þessi græna:-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli