Júróvisjón... álíka skemmtilegt og Júragarðurinn!
Já, þrátt fyrir einstaklega góðan félagsskap, öl og gajol skot tókst Júróvisjón að drepa partýið sem ég var í. Ég fór heim til Önnu Völlu, vinkonu Önnu, en Anna og Freyr voru stödd í Kbh um helgina. Atriðin voru fín, brjálæðisleg trommusóló og nakið hold virtust vera in þetta árið. En þegar stigagjöfin byrjaði, 38 lönd og Ísland ekki einu sinni með í keppninni í ár. Vá, þá byrjaði partýið að deyja. Eftir 20 lönd var það í dauðakippunum og svei mér þá ef tveir partýgestanna sofnuðu ekki bara! Við vorum ekki lengi að skella almennilegri tónlist á þegar keppni lauk og náðum að bjarga partýinu með endurlífgunaraðferðum. Skelltum okkur síðan á Laundromat og drukkum mojito, chardonnay og kampavín. Ég fór nú samt snemma heim og fór í sleik við koddann minn um þrjú leytið.
Sumarið virðist vera að skríða inn en það er búin að vera um 20 stiga hiti undanfarna daga. Mjög gott.
Jæja, andleysi hrjáir blibbgetu mína... en ég elska ykkar óskaplega mikið og kommentínóin ykkar gætum skipt sköpum. Come on, come on, come on! (Norska lagið var auðvitað langbest!)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli