29.5.2005

Megavika Kamillu

Nei, ekki alveg kannski. Sumarið er komið í Kaupmannahöfn. Það er ljúft. Er samt búin að átta mig á því að ég er vetrarmanneskja í klæðnaði. Er minna kúl í svona efnislitlum sumarfatnaði.

Ég fór á fría tónleika með Peaches í gærkvöldi. Svitalyktareyðirin Axe sponseraði þessa tónleika og The Living Daylights (US) og Gaffaman (
SVE) voru líka að spila. Það var hægt að fá miða í nokkrum búðum í Kbh. Þetta voru mjög fínir tónleikar með Peaches en stemmningin til að byrja með var kannski ekki alveg fullkomin. Það er nefnilega allt öðruvísi þegar fólk fer á fría tónleika en þegar það þarf að borga. Kannski var bara ekki nógu mikið af eitilhörðum Peaches aðdáendum þarna. Hún var m.a.s. frekar pirruð í byrjun; "You don't even know my fucking songs!" En þetta blessaðist og í endann var þetta alveg magnað. Og svitinn, ó svitinn!

Annars hefur líf mitt verið í tiltölulega föstum skorðum. Fyrir utan það að ég hef verið að hitta Fransmanninn af og til. Spennó, ekki satt?

Jæja, Milla litla kveður vegna þess að það er svo gott veður. Haha. I'm a poet and I didn't even know it!

Engin ummæli: