Hvítasunnuhelgin endalausa...
Í dag er miðvikudagur og mér hefur liðið eins og það sé sunnudagur síðustu þrjá daga. Hvítasunnan fór vel af stað með Katrínu, sálufélaga mínum og sambýliskonu. Við ákváðum að hafa okkar eigin innflutningshátíð sem einkenndist af góðum mat og drykk (hið eiginlega innflutningspartý verður síðan ekki fyrr en 18. júní. Takið daginn frá!)
Á föstudaginn héldum við besta grillpartý sem ég hef nokkurn tímann farið í. Í partýinu voru: Kamilla og Katrín. Já, það þarf víst ekki meira til. Við grilluðum dýrindis hambó, spiluðum síðan yatzy, drukkum hvítvín og kjöftuðum fram á nótt.
Á laugardeginum bættist ein snót í hópinn, nefnilega hún Trine. Við hittumst hér í höllinni, fengum okkur bjór og skunduðum niður á Vesterbro þar sem gestir Riesen og Ideal Bar fengu að njóta nærveru okkar. Gott kvöld.
Sunnudagurinn var mjög erfiður til að byrja með. Ég svaf mestallan daginn en var búin að lofa Ullu að fara með henni í hjólasendlapartý á Nörrebro. Ég tók mig saman í andlitinu og með herkjum hjólaði ég heim til Ullu. Partýið var síðan ótrúlega skemmtilegt, tónleikar og allt saman. Band sem heitir Lake Placid og gvöð menn góður hvað söngkonan var mögnuð. Verð að finna eitthvað með þeim. Haldiði síðan að ég hafi ekki bara hitt sætan Fransmann til að toppa kvöldið. Ekki slæmt!
Hér sjáið þið myndir frá grillpartýi aldarinnar og laugardagskvöldinu.
Ástarkveðja,
Milla
Engin ummæli:
Skrifa ummæli