Lífsins gangur
Halló. Hér gengur lífið sinn vanagang. Ég vinn, ég sef, ég drekk bjór af og til. Hjólið mitt er enn stolið og þjófum gefið! Eva Stína, vinkona Katrínar, var svo góð að lána mér hjólið sitt vegna þess að hún er með lítið ljós í mallanum og getur ekki hjólað lengur. Ég fæ að hafa hjólið fram í byrjun júní og þá eru góð ráð dýr.
Ég held áfram að sjarma vinnufélaga mína með skipulagsgáfum og einstakri smekkvísi. Þeir bara dýrka mig og dá. Samt vantar mig aðeins meiri vinnu þannig að ég ætla að skrá mig á vikar skrifstofu og reyna að fá afleysingar af og til. Svo megið þið, kæru lesendur, líka bara gefa mér peninga. Ég hefði ekkert á móti því, skal ég ykkur segja.
Við Katrín erum að koma okkur fyrir smátt og smátt hér í höllinni. Okkur vantar reyndar sófa og svo virkar sjónvarpsloftnetið ekki. Það er að drepa mig lifandi. Annars skemmti ég mér bara við að horfa á nýju fínu þvottavélina hennar Katrínar þvo. Það er gaman. Hún er með tæknilegum skjá og alles.
Ég er búin að fá herbergi í Árósum. Við Diljá ætlum að leigja saman eitt herbergi. Hún verður frekar lítið í Árósum í vetur þannig að þetta er hentugt og hagstætt fyrirkomulag. Reyndar byrjum við að leigja herbergið í byrjun júní þannig að ef þið vitið um stúlku sem vantar herbergi í miðbæ Árósa endilega látið mig vita.
Ég er farin að heyra raddir. Fötin í vinnunni eru alltaf að segja við mig: Kauptu mig Kamilla. Mig vantar svo gott heimili og hlýjan líkama til að hanga á. Svo færðu líka 40% afslátt þannig að þetta er nánast gefins. Kauptu mig! Kauptu mig!
Ég er að vinna í að hunsa þessar raddir. Ábendingar vel þegnar (Sérstaklega frá þér, mamma mín;-)).
Jæja Despo Houswives eru að fara að byrja. Það er sjónvarp inni í eldhúsi. Það hangir bara svo hátt uppi í loftinu að það getur verið erfitt að halda haus í heilan þátt.
Ást og friður,
Milla Vanilla
Engin ummæli:
Skrifa ummæli