13.12.2004

Við erum ekki ómissandi

Já, sökkar en er samt satt. En það er líka huggun í þessu vegna þess að þetta gerir manni kleift að slappa aðeins af með góðri samvisku, vitandi það að hjólin halda áfram að rúlla. Stundum finnst mér nefnilega eins og ég beri ábyrgð á öllum og öllu í kringum mig. Ég tók sérstaklega eftir þessu þegar ég flutti aftur heim frá Danmörku. Þá hafði tíminn ekki stoppað á meðan ég var úti heldur héldu allir áfram að lifa þrátt fyrir fjarveru mína og tókst bara vel til. Tók mig nokkurn tíma að koma mér aftur inn í vanaganginn og fannst ég stundum bara ekki passa inn, mér til mikils ama og sorgar.

Ég datt á hausinn í gær. Hjólaði út í Melabúð í tvöfaldri þynnkunni og á leiðinni heim hjólaði ég yfir hálkublett og litla þriggja gíra hjólið mitt með mjónu dekkjunum meikaði það ekki. Ég datt af hjólinu í stóran poll og matvörur lágu eins og hráviður í kringum mig. Í kjölfarið bólgnaði ég mjög svo á vinstri ökkla og fékk risastóran marblett á rassinn. Ekki bætir úr skák að ég er með þvílíkar slamm harðsperrur eftir megasukkhelgi þannig að nú er ég eins og robo cop sem haltrar. Einstaklega sjarmerandi.

Marianne flutti út á sunnudagsmorgun þannig að þegar ég kom heim af djamminu var hún að bíða eftir leigubíl. Eftir að hún var farinn lagðist ég upp í sófa og hlustaði á tónlist fyrir svefninn, eitthvað sem ég hef ekki getað gert í langan tíma. Oh, það var svo indælt. Hlustaði á Twentysomething með Jamie Cullum. Hann tekur Lover, you should have come over hans Jeff Buckley heitins alveg svakalega vel. Svo er hann líka sjúklega sætur þannig að ég ætla barasta að giftast honum og eignast falleg brúneygð börn með jassinn í blóðinu.

Getraunin. Eitt af mínum uppáhalds lögum. Gullfallegt, I tell you. Hvaða lag? Hvaða flytjandi?

Gifts for boot heels to crush, promises deceived
I had to send it away to bring us back again.


Engin ummæli: