21.12.2004

21. desember... sæjitt

Hæ. Stutt til jóla. Er enn að vinna en verð í fríi frá 23. desember til 3. janúar, ú je! Ætla að nýta fríið í að vinna upp glataðan tíma með dvd safni föður míns og heilögu harman kardon heimabíói hans. Svo ætla ég auðvitað að rækta fjölskyldu- og vinaböndin, borða góðan mat, drekka jólaöl, opna pakka og fagna fæðingu frelsarans...

Komst að því að Jamie Cullum er nánast dvergvaxinn:-/ Vona að hann hafi ekki lesið blibbið mitt um að ég vilji giftast honum, held þó að hann lesi ekki íslensku. Þar skall hurð nærri hælum.

Síðbúna innflutningspartýið var æði. Sjá myndir hér.

Jæja, ekki blibbstuð í dag. Ást og friður.

Getrauninni má samt ekki gleyma. Hvaða lag? Hvaða flytjandi?

I am lonely but you can free me
All in the way that you smile


Engin ummæli: