7.12.2004

Tunglið er ostur...

Og í mínu tilfelli er ég að breytast í ost líka. Hef borðað ost í næstum öll mál síðan á föstudaginn. Og drukkið jólaöl þess á milli. Sem betur fer er þessi dýrindis drykkjarblanda kennd við jólin og ég vanaföst manneskja annars væri ég líklega fjórföld vegna þess að I sure do like my Christmas Ale...

Og viti menn, ég fór á djammið um helgina. Gullfoss og Geysir á Kaffibarnum urðu fyrir valinu og ég dansaði fram í rauðan dauðann eða svona næstum því. Strengirnir sem fylgdu tilburðum mínum á dansgólfinu eiga sér enn búsetu í háls og baki. Vei!

Ég hef ákveðið að halda síðbúið innflutningspartý þann 18. desember. Þrátt fyrir þá augljósu staðreynd að liðin eru þrjú ár frá því ég flutti inn í íbúðina skýli ég mér á bak við það að sex ár liðu frá því ma og pa fluttu á Vallargötu 22 þangað til þau héldu innflutningspartý. Og það partý, skal ég ykkur segja, mun seint líða úr manna minnum!!! Í mínu partýi hef ég ákveðið að hafa þema (endilega komið með hugmyndir í kommentínó, er ekki enn búin að ákveða það enn) og auk þess mun hver gestur hafa hlutverki að gegna í partýinu. Úúúúúúúú, spennó, ekki satt?

Teljarinn nálgast óðfluga 30.000. Sá eða sú heppna sem heimsækir þessa fráhábæru síðu og er nr. 30.000 fær að verðlaunum handskrifað jólakort frá mér!! Eina jólakortið sem ég mun senda í ár, ekkert slor!! Þú getur vitjað kortsins í kommentínó en ég bendi á að teljarinn er staðsettur hægra megin á síðunni, frekar neðarlega.

Fastir liðir eins og venjulega. Getraunin. Hver flytur og hvert er nafn lagsins?


She said it grieves me so to see you in such pain
I wish there was something I could do to make you smile again

Engin ummæli: