3.12.2004

Innri agi er enn týndur

Já, þetta er töff sjitt, verð ég að segja.

Fór á sýningu Stúdentaleikhússins Þú veist hvernig þetta er í gærkvöldi. Frábær sýning þar á ferð. Hárbeitt ádeila á þetta skrítna íslenska þjóðfélag sem við búum þar sem Íslendingar (kvót úr sýningunni) eru heimsmeistarar í að láta taka sig vaselínlaust í rassgatið. Svona var sýningin; mjög frökk og allt látið flakka. Það versta er að þeir sem hefðu hollt og gott af því að sjá stykkið eiga líklegast aldrei eftir að gera það.

Ég var bílandi í gær þegar haglélið dundi á (sem var asskoti oft!). Það var gott, mjög gott. Er samt ekki viss um hversu gott það er að upplifa lúxusinn sem fylgir bílaeign, þó það sé ekki nema í eina kvöldstund. Það besta við bíla finnst mér nú vera græjurnar. Það að geta blastað eitthvað flott og keyrt út í buskann er ljúft. Fær mig meira að segja til að keyra hægar vegna þess að ég vil vera lengur á leiðinni til að geta notið tónlistarinnar. Í gær var Elliott Smith heitinn á ultra blasti í kagganum þeirra Hilmu og Jóns Björns (Takk fyrir lánið elskurnar!!) á meðan þau átu jólakrásir í Viðey.

Það er komin helgi. Nenni því ekki. Vil fá mánudag sem fyrst.

Getraunin. Hvaða lag? Hvaða flytjandi?

I'll stay on the bus
Forget about us

Engin ummæli: