31.12.2004

2005... varaðu þig!

Síðasta færslan á þessu ári. Þetta var gott ár. Ég er búin að vinna í frábæru og gefandi starfi, kaupa mér íbúð og vera með yndislegu vinum mínum og fjölskyldu. Ekkert nema gott. Næsta ár verður öðruvísi en örugglega frábært!

Nú sit ég á Séstvallagötunni og stel músík á alnetinu. Var að enda við að stela Jezebel með Iron and Wine og man, oh, man hvað þetta er yndislegt lag. Ætla sko að tékka betur á þessu. Pabbi gefur þessu bestu meðmæli.

Jæja, ætla að fara að knúsa Inga Karem.

Gleðilegt ár, elskurnar!!!!

Engin ummæli: