Anno panno, tutti frutti
Bloggarar sem ég les hafa verið duglegir að rekja atburði og hápunkta ársins sem leið. Nú hyggst ég gera það sama þrátt fyrir gífurlegan heiladoða sem virðist fylgja því þegar ég sef of mikið, drekk of mikið og borða of mikið. En nú kemur það:
Ömmmm... (in no particular order):
-Byrjaði í minni fyrstu alvöru vinnu hjá Rauða krossinum. Það var yndislegt.
-Fór til Manchester og Amsterdam og áttaði mig á því að ferill sem professional shopper gæti verið köllun mín.
-Keypti íbúð.
-Keypti músík fyrir marga tugi þúsunda.
-Missti af hinu íslenska tónlistarsumri sökum íslensks verðlags en sá þó Damien Rice á árinu. Hann var indælis drengur. Reyndar átti íslensk músík mikið upp á pallborðið og sá ég m.a. Mugison og Hjálma, eðalfólk þar á ferð.
-Hélt áfram að vera international friend og mun halda því áfram um ókomna tíð.
-Ældi aldrei.
-Borgaði niður himinháan yfirdrátt sem var orsök iðjuleysis í Danaveldi.
-Fór allt of sjaldan í sleik.
-Hætti að lita á mér hárið.
-Átti sumarfrí í fyrsta skiptið í langan tíma og eyddi því í Vestubæjarlauginni og á Austurvelli. Bloody marv!
-Deildi íbúð með Önnu og Frey, Emmu, Maríönnu og Þórhildi, þó ekki öllum í einu.
-Djammaði endalaust með elskunni minni honum Þóri. Við eigum til dæmis súluna á Kaffibarnum. Við sukkuðum sem aldrei fyrr árið 2004.
-Fór á Melbæjarskeldu 2004 og skemmti mér vel í regngalla og góðra vina hópi.
-Ég hætti að reykja í 8 mánuði og byrjaði síðan aftur. Bömmer ársins!
-Ég sleit samvistum við Háskóla Íslands eftir tæplega fimm ára farsælt samband. B.A. próf og viðbótarnám voru ávextir þessa sambands.
-Sex and the city endaði göngu sína í sjónvarpi. Sorg ársins!
-Ég varð 25 ára og líkar sá aldur vel.
-Ég þurfti að fá gleraugu.
-Ég ferðaðist aldrei jafn mikið með strætó og á því herrans ári 2004.
-Ég fékk einstaklega oft flensu. Vona bara að ég hafi fyllt kvótann og fái ekki flensu næstu fimm árin.
Jæja, asskoti fínt ár. Auðvitað ekki laust við sína galla en eins og vitur kona sagði eitt sinn þá getur lífið ekki alltaf verið frábært.
Getraunin heldur áfram árið 2005.
Hvaða lag? Hvaða flytjandi?
You get enough germs to catch pneumonia
After you do, he'll never phone ya
Engin ummæli:
Skrifa ummæli