Trommuferillinn er rétt að byrja
Það er bræla. Og ekki orð um það meir.
Ég hef ákveðið að einbeita mér meira að tónlistarsköpun (!) og hélt því á laugardaginn í víking til Keflavíkur þar sem hið glæsta Stúdíó Lubbi Peace stendur. Þar átti ég upptökusessjón með elskulegum bróður mínum þar sem ég var á trommum. Ég verð nú að segja að trommuleikur minn er ekki upp á marga fiska (eiginlega bara mjög fáa) en undur upptökutækninnar voru stutt undan. Eina sem ég þurfti að gera var að lemja misfast á trommurnar, svo raðar Ingi Þór bara hljóðunum saman í næsta lagi sem hann semur. Þannig að tæknilega séð er ég nýji trommari Digital Joe. Finnst ykkur þetta ekki spennó? Ingi Þór ætlar einmitt að kenna mér á trommur á næstunni og markmiðið er að geta spilað eitt lag um áramót. Það finnst mér reyndar vera ansi háleitt markmið þar sem ég skil hreinlega ekki hvernig trommarar geta framkvæmt svo margar hreyfingar í einu. Hægri fótur á bassatrommu að gera eitt og svo báðar hendur að gera mismunandi hluti. Vá, mig svimar næstum.
Ég fór á Battle of the bands í gærkvöldi. Æla var að keppa en komst ekki áfram. Það er mér óskiljanlegt!
Jæja. Enginn gat síðustu getraun. Grunar að margir geti þessa. Hvaða lag? Hvaða flytjandi?
Keep you doped with religion and sex and TV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli