Martini og yatzy
Illa sofin hitti ég elskuna mína hann Þóri í gærkvöldi. Við drukkum martini og spiluðum yatzy. Vorum að byrja að spila þegar við áttuðum okkur á því að við værum búin að gleyma leikreglunum. Þjónustuver Landsbankans kom til hjálpar. Ég er ömurlega léleg í yatzy (ef það er þá hægt) og var eiginlega orðin full í þokkabót. Þórir rúllaði mér upp og síðan ekki söguna meir. Við hlustuðum auðvitað á Interpol saman enda hársbreidd frá því að stofna íslenskan aðdáendaklúbb (Ætlar þú að vera formaður, Þórir?). Þórir hefur verið mér sérlegur ráðunautur í laxveiðimálum og hluti gærkvöldsins fór í að hnýta flugur og ræða veiðitækni. Nú er bara að sjá hvort fiskeríið haldi áfram (Vá, djöfull er ég góð í þessu fiski lingói!). Síðan fór ég full í strætó (Þegar ég segi full er ég aðeins að ýkja, you know my style!).
Í dag er föstudagur, finnst eins og vikan sé alltaf að styttast. Það er alltaf föstudagur. En það er líka bara fínt!
Getraunin. Hvað lag? Hvaða flytjandi?
And the future's on the bound
Hell don't know my fury
Engin ummæli:
Skrifa ummæli