Búa til stærstu pylsu í heimi!
Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum. Þessa frétt rakst ég á í Fréttablaðinu í dag en SS og Myllan ætla að reyna að slá heimsmetið í gerð stærstu pylsu og pylsubrauðs í heimi. Tilefnið er auðvitað 50 ára afmælisútgáfa Heimsmetabókar Guinness. Það er aldeilis að fólk nennir að sóa tíma sínum. Það hefur einmitt verið sannkallað Guinness þema síðustu tvo dag hjá mér. Sóaði eigin dýrmæta tíma í að horfa á einn leiðinlegasta þátt á þessu jarðríki, nemlig Guinness World Records. Í þáttinn voru komnir tveir ungir Bandaríkjamenn (líklega ættaðir úr einu af mörgum hjólhýsahverfum í miðríkjunum...) sem settu einmitt met í að kasta og grípa sem flesta fiska með einni hönd á 30 sekúndum. Mig minnir að þeir hafi náð 16 stykkjum. Einstakt afrek. Einstakt! Þetta minnir mig enn fremur á risa trektina sem er í Keflavík. Get samt ekki alveg trúað því að hún sé sú stærsta í heiminum en það er aldrei að vita. Er Keflavík kannski að verða eins smábæir í USA sem státa sig af hinum ýmsu hlutum í hinum ýmsu stærðarhlutföllum. Visit NowhereVille USA and see the largest diaper in the world. Don't miss this once-in-a-lifetime chance!
Getraunin í dag, my peeps, er þessi:
Well we know where we’re goin’
But we don’t know where we’ve been
Hver flytur og hvað heitir lagið?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli