Íþróttaunnandi. Ég...???
Ég hef nú aldrei verið mikið fyrir íþróttir. Því til stuðnings:
Þegar ég heyri .... hugsa ég um ....
HM - Verslunin H&M en ekki heimsmeistarmótið í bla bla bla
Rautt spjald - Litaspjald í málningarbúð en ekki eitthvað refsidót í fótbolta
Fótbolti - úúú, flott læri en ekki áfram Keflavík eða eitthvað annað lið!
Boltinn á Skjá Einum - Oh, hvað á ég þá að horfa á í staðinn?!
Ellert B. Schram - Ætli hann sé skyldur Bryndísi Schram?
Íþróttasíðurnar - Hef aldrei lesið þær. Skoða stundum myndirnar en eingöngu þegar ég er búin að lesa restina af blaðinu upp til agna.
Pool - Ú, je, skemmtilegt!!!! Vei, ég hef fundið mína íþrótt.
Nú er ég í greiðslumati hjá bankanum mínum. Mikið stuð og mikil spenna. Fékk einmitt mjög svo skemmtilegt bréf frá Eurocard um daginn. Venjulega fær fólk hótunarbréf frá slíkum fyrirtækjum en nei, ekki Kamilla Ingibergsdóttir, ung kona með allt á hreinu. Eftirfylgjandi er smá bútur úr bréfinu:
Nýverið lét kortakerfi okkar vita það að þú nálgaðist innlenda úttektarheimild þína (úpps). Þar sem þú ert einn okkar bestu og skilvísustu viðskiptavina (Yeah dawg!) viljum við forða þér frá þeim óþægindum sem fylgja því að fá synjun. Þess vegna höfum við, þér að kostnaðarlausu, hækkað heimilidina upp í xxxxxx (kemur ykkur ekki við en ég veit ekki hvort sú upphæð kann að vera mjög skynsamleg fyrir unga konu sem er að kaupa sér íbúð...). Þetta gerum við til að undirstrika það traust sem þú hefur áunnið þér hjá Eurocard (Það er naumast!!!)... og svo framvegis og framvegis.
Já, það er gaman að vera ung kona (vinsæl orð í þessari færslu) á frambraut sem notar kreditkort eins og hún fái borgað fyrir það! Haha! En á þó alltaf fyrir reikningnum;-)
Airwaves þurfa að komast af án mín. Er alltaf að bíða eftir að gaurarnir í Popplandi hringi og gefi mér frímiða en það gerði ég víst líka fyrir Hróarskeldu og aldrei kom símtalið...
Helgin framundan, útskriftarveislur um allan bæ og Kamilla ekki búin að bregða undir sér betri fætinum í Rvk síðan 2. október (persónulegt met!). Þannig að... Sjáumst á barnum;-)
Getraunin. Hvaða lag? Hvaða texti?
I never did believe in miracles,
but I've a feeling it's time to try.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli