13.10.2004

Fullorðna Kamilla

Hæ. Ég var veik í Amsterdam sem gerði það að verkum að ég fór að sofa um 10 leytið öll kvöldin sem var allt í lagi vegna þess að ég var hvort sem er alveg búin á því eftir að hafa gengið um stræti þessarar frábæru borgar! Þetta var voða fín ferð. Mjög skrítin vegna þess að mamma var aðalrokkarinn og ég drakk bara te og snýtti mér. Ég gerði góð kaup og hafði það svo ofsa fínt á lúxus hótelinu sem við gistum á. Morgunverðarhlaðborðið var svo mikilfenglegt að ég býst ekki við að sjá svoleiðis aftur fyrr en ég fer til himna. Svo var allt starfsfólk svo almennilegt og yndislegt og aðgangur að gymi (ekki að ég hafi notað það. Ha!) og gufu (sem var æði pæði). Bara hreinræktaður lúxus.

Í Amsterdam fór ég líka inn í flottustu second hand búð sem ég hef á ævi minni komið í. Hún heitir Laura Dols og er sjúkleg!!

Það hefur ýmislegt gerst síðustu daga. Ég er orðin fullorðin og ábyrgðarfull kona og er að fara að festa kaup á minni fyrstu íbúð! Já, sæjitt. 1. h. h. á Hringbraut 43 verður bráðum mín eign (eða eftir 40 ár eða svo...). Ég ætla nú ekki að blaðra of mikið um þetta þar sem hjólin eru rétt að byrja að snúast. Right on!


Hér er hin langþráða getraun (ekki satt?!). Hvaða lag? Hvaða flytjandi?

Drifting and free
On a mystical sea.
A wishful emotion,
A drop in the ocean.

Engin ummæli: