Passar ekki alveg
Komiði sæl. Long time no blibb. Nú er svo búið að ég er veik og er að fara til Amsterdam í fyrramálið. Hvað gera bændur þá? Ég verð veik u.þ.b. einu sinni á ári og það þarf endilega að gerast vikuna sem ég hyggst skella mér til Amsterdam til að upplifa lífsins lystisemdir með ástkærri móður minni. Arghhh!!!! Ég hef sem sagt verið á góðri leið með að hósta úr mér lungunum síðustu daga. Get ekki komið út úr mér einni setningu án þess að hósta. Mjög aðlaðandi... Hlakka einmitt mjög mikið til að sitja í flugvél og anda að mér endurunnu lofti í nokkra tíma. Þá verður sko hóst festival hjá minni. Ég bind vonir mínar við undramixtúru er við sólhatt og c-vítamín er kennd og vænan slurk af hóstasafti.
Annars er svo sem ágætt að frétta af lífshlaupi Kamillu litlu:
-Göngum til góðs er búið og gekk vel í Kópavogi þannig að ég get hætt að vera með það á heilanum og snúið mér að öðrum verkefnum.
-Ég er búin að fá nýja eldavél sem er íðilfögur með keramik helluborði. Verst að ég tími varla að elda á henni svo fögur er hún...
-Ég komst að því með hjálp Guffa og Katrínar að lífstíll unga fólksins í dag einkennist af mannskemmandi ógeði og að ekki taka allir vel í koss á kinn. Þetta gerðist allt í internasjónal partýi hjá henni Heiðdísi.
-Ég komst að því að inngönguskilyrði á Októberfest ætti að vera ofurölvun. Annars er ekki hægt að vera inni í svo troðnu tjaldi. I found out the hard way, íklædd lopapeysu og leðurjakka og einungis búin að drekka einn sopa af bjór.
-Ég hef ekki enn orðið ástfangin er bíð spennt eftir nýjum vonbiðlum enda um gróðugan garð að gresja (Þessu hef ég verið að átta mig á undanfarið eða er standardinn kannski að minnka???).
Jæja, ást og friður veri með ykkur. Sjáumst!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli