24.9.2004

In a perfect world...

Það var svo ljúft að láta sólargeislana og kaffiilminn vekja sig í morgun. Einkakokkurinn minn hafði útbúið hollan og næringarríkan morgunverð sem ég borðaði á meðan ég las Morgunblaðið og Fréttablaðið. Eftir daglegu jógaæfingarnar rölti ég svo í vinnuna þar sem mín biðu verðlaun fyrir að standa mig einstaklega vel í starfi.

Raunveruleikinn...

Ég svaf varla dúr í fokkans nótt vegna þess að heimasíminn hætti ekki að hringja! Klukkan fjögur byrjaði það. Dring dring, dring dring. Eftir að hafa blandað dringinu saman við ósléttar draumfarir drullaðist ég loksins í símann og þá var skellt á. Einmitt! Ég fór aftur upp í rúm og bölvaði og ragnaði þar sem ég átti að vakna eftir þrjá tíma. Svo loks þegar ég sofnaði aftur byrjar símadruslan aftur. Dring dring, dring dring. Í þetta skiptið stökk ég fram og svaraði svefndrukkin, „halló!!!“ „Hola,“ heyrist hinum megin á línunni og eitthvað spænskt bla bla. Ég var svo rugluð að ég sagði bara „þetta er Kamilla“ ofurhægt, aftur og aftur. Mér fannst ég heyra einhvern hlæja en er ekki viss. Skellti síðan bara á og tók tólið af. Gat síðan fyrir enga muni sofnað aftur vegna þess að ég var svo reið. Ef einhver var að gera at í mér á sá hinn sami, ef ég finn hann einhvern tímann, martröð í vændum...
Svo hringdi klukkan á slaginu sjö. Ekki gaman! Fór á fætur og leit út og hélt í smá stund að fellibylurinn Jeanne væri kominn til landsins. Gúffaði í mig einum banana og las ekki neitt vegna þess að ég er búin að segja upp Mogganum (sparnaðaraðgerðir) og asninn sem ber út Fréttablaðið ber það út þegar honum/henni sýnist. Síðan hélt ég út í óveðrið til að ná strætó. Strætóbílstjórinn keyrði eins og vitleysingur alla leið inn í Kópavog og svo rak ég hausinn í stöng á leiðinni út.

Klukkan er bara 10... Með þessu áframhaldi veit ég ekki hvað verður um mig í enda dags.

Og já. Gæti ég verið meira hress? Greinilega...:/

Svo er það ein getraun í tilefni þessa frábæra dags sem ég ætla einmitt að nota til að flýja til Keflavíkur (if it won't be the death of me...) og eyða helginni í faðmi foreldra minna á SéstVallagötunni. Peace out!

Hvaða lag? Hvaða flytjandi?

Hangin' around
Nothing to do but frown
Rainy Days and Mondays always get me down.

Engin ummæli: