28.6.2004

Hróarskelda? Nei, Melbæjarskelda is the place to be

Ég sit spennt dag hvern og hlusta á Poppland og vona að ég verði dregin út í Hróarskelduleiknum. Ég er samt búin að ákveða að fara að koma með varaplan vegna þess að kannski vinn ég ekki! Ég ætla á Melbæjarskeldu '04 á Íslandi. Þar verður sko stuð! Það er samt alveg að verða uppselt þannig að þið verðið að hafa hraðar hendur;-)

Ég byrja í sumarfríi 8. júlí og verð til 9. ágúst! Þetta er í fyrsta skiptið síðan Kamilla litla dembdi sér út á vinnumarkaðinn að hún fær svona veglegt sumarfri. Vandamálið er hins vegar það að ég veit barasta ekkert hvað ég á af mér að gera. Vill einhver leika 24/7 í heilan mánuð?

Langt síðan getraunin hefur komist á spjöld blibbsins. Tími til að bæta úr því.

Hvaða lag? Hvaða flytjandi?

When I’m weak I draw strength from you
And when you’re lost I know how to change your mood

Engin ummæli: