20.5.2004

Maraþon fyrir framan imbakassann

Ég eyddi gærkvöldinu og deginum í dag fyrir framan sjónvarpið og er einstaklega ánægð með það. Ég náði að hlæja, slaka á og gráta.

Dagskráin:

The rules of attraction: Get ekki sagt að þetta sé mikil pick-me-up mynd. Reyndar fannst mér bara ungt fólk hálf ömurlegt eftir að hafa horft á hana og finnst eiturlyf ógeðsleg. Ég var alveg búin að búa mig undir frekar mikla lummu með James Van Der Beek í broddi fylkingar en hann lék í Dawson's Creek sem mér finnst vægast sagt hryllilegur þáttur (Hvaða 18 ára krakkar tala eins og þau?!). Reyndar var Van Der Beek bara ágætur í þessari mynd og flestir leikararnir. Ég var samt farin að hraðspóla smá í endinn þannig að myndin var ekki alveg að gera það fyrir mig en hún var flott. Sum atriðin voru spiluð aftur á bak og á stundum fannst mér þau bara allt of löng.

A walk on the moon: Þetta var gamla spólan. Ég hef séð hana oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ástæðan er einfaldlega Viggo Mortensen. Já, Viggo leikur the blouse man í myndinni sem heillar Diane Lane, einmana húsmóður í tilvistarkreppu, upp úr skónum. Woodstock og lendingin á tunglinu fá að fljóta með. Mér finnst þetta fín mynd.

My life without me: Ég tók þessa mynd í dag og ég hef ekki grátið eins mikið síðan ég lenti síðast í ástarsorg. Þetta eru engar ýkjur. Ég þurfti að hafa tissjú við höndina alla myndina og það var svolítið erfitt að gráta svona með gleraugun (ekki alveg orðin vön þeim enn). Vasaklútamynd ársins! Sarah Polley fer með aðalhlutverkið ásamt Scott Speedman, Debbie Harry og Mark Ruffalo. Hún fjallar um unga kanadíska konu sem kemst að því að hún á tvo mánuði eftir ólifaða. Þetta hljómar eins og hallæris klisja en hún var bara fín. Hafið samt kleenex tilbúið ef þið þorið í hana;-)


Big trouble: Þessi verður næst í tækið. Ég minnist þess að hafa hlegið af henni í bíó með Hilmu. Kemur í ljós hvort hún fái mig til að hlæja núna. Ég er nánast enn með ekka eftir þá síðustu...

Engin ummæli: