24.5.2004

Lestrarhestur

Sem barn las ég oft eina bók á dag. Á gelgjunni minnkaði lesturinn en þó hætti ég aldrei að lesa. Ég man þegar ég var svona 12 ára að þá las ég alltaf svona hallærislegar high school/spennu/rómó sögur á ensku. Þær fékk ég lánaðar hjá Francescu, vinkonu minni. Ég get stolt (!) lýst því yfir að ég hef aldrei lesið Ísfólkið né Rauðu seríuna. Ég gekk aldrei svo langt. Þegar ég fór, 18 ára pía, sem Nordjobbari til Svíþjóðar tók ég með mér eldgamalt eintak af Greifanum af Monte Cristo og spændi hana í mig á milli þess sem ég drakk léttbjór og kyssti sænska stráka;-) Nú þegar skólagöngu minni er lokið (í bili alla vega) hef ég tekið upp lestur mér til yndisauka á ný. Nú er ég svo æst í bækurnar að ég er með nokkur stykki í stafla á náttborðinu. Á náttborðinu núna standa The life of Pi eftir Yann Martel, Olivia Joules and the overactive imagination eftir Helen Fielding og Saga Rauða kross Íslands. Svo skellti ég mér í Mál og Menningu í gær og keypti The Da Vinci Code eftir Dan Brown (það eru allir að tala um þessa bók og ég ætla að drífa mig í að lesa hana áður en ég heyri of mikið um hana), The Lovely Bones eftir Alice Sebold og svo Bergdorf Blondes eftir Plum Sykes. Candace Bushnell, upphaf og endir Sex and the city, lýsir þessari bók sem "haute couture chick lit" þannig að ég verð barasta að lesa hana. Sem sagt, lestur er bestur þegar hestur er sestur...

Getraun dagsins í dag: Hvaða lag? Hvaða flytjandi?

I had to have this talk with you
My happiness depends on you

Engin ummæli: