19.5.2004

Ég hef lært mína kaffilexíu

Ég gerði þau leiðu mistök að fá mér kaffi eftir kl. 20 í gærkvöldi. Það mun ég seint endurtaka enda sofnaði ég ekki fyrr en um kl. 4 í nótt. Einstaklega pirrandi.

Við Rún ákváðum að rækta vinskapinn og fórum saman á Shalimar. Þar borðuðum við dýrindis indverskan mat. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég fer á þennan stað sem ég myndi lýsa sem kósý en á mörkum þess að vera kitch en er eiginlega bara lummó (á krúttlegan máta þó). Ég mæli samt með matnum, góður og ódýr. Þjónustan er líka fín.

Ég ræktaði einnig vinskapinn við Önnu í gær en hana hittum við fyrir tilviljun á Vegamótum þar sem neysla hins djöfullega kaffibolla átti sér einmitt stað. Hún ákvað síðan að koma í heimsókn en Hilma og Jón Björn gerðu síðan slíkt hið sama og kíktu á Hringbrautina í kaffi (nei, nei, ekkert kaffi). Við horfðum saman á lokaþátt Sex and the city og felldum nokkur tár.

Ég tók líka eftir því í gær hvað litla Reykavík er að fyllast af ferðamönnum. Á Shalimar var til dæmis hópur Þjóðverja og hópur Bandaríkjamanna heiðraði okkur með nærveru sinni á Vegamótum. Sumarið er komið. Veðrið er greinilega ekki boðberinn heldur túristarnir.


Engin ummæli: