5.5.2004

Klósettseta af djöflinum gerð

Ég átti frekar skítlegan dag í gær. Vann til kl. 15.30 og þá kom Mutter og sótti mig. Þetta var svona einn af þessum dögum sem maður þarf að snattast út um allar trissur í misskemmtilegum erindagjörðum. Á dagskránni var ný klósettseta (sú gamla brotnaði á dularfullan hátt), nýr kúpull á antík vegglampa (sá gamli brotnaði á minna dularfullan hátt) og verslunarleiðangur í Bónus fyrir vinnuna. Guð, hvað þetta var leiðinlegt. Og greyið mamma að þurfa að gera þetta með mér. Það munaði litlu að hún afneitaði mér, svo pirruð var ég. Vá, ég verð meira að segja pirruð af því að hugsa um þetta. Eníhú, þetta var bara eitt disaster. Byrjaði í Bónus og það er auðvitað bara klikkelsi að fara í svona búðir. Þvílíkt árupot úr öllum áttum. Allt of mikið fyrir mig á svona viðkvæmum degi. Eftir þessa geðveiki tók klósettgeðveikin við í Ísleifi Jónssyni. Ég fékk klósettsetu sem átti víst að vera svona fits all toilets dæmi en sauðurinn ég kunni ekkert á þetta og strunsaði aftur í búðina og fullyrti að helvítið passaði bara ekki á Arabia klósettið á Hringbraut 43. Klósettgaurinn var greinilega öllu vanur og sýndi mér bara hvernig átti að gera þetta rétt þannig að ég fór það út með skottið á milli lappanna (og það gerist sko ekki oft. Ég hef nefnilega (eiginlega) alltaf rétt fyrir mér). Svo þurfti ég bara að fara aftur í vinnuna og var þar til 21.30. Um tíu leytið kom ég loks heim og eyddi svo allt of löngum tíma í að koma helvítis setunni á bansett klósett. Það hafðist upp úr kl. 3 í nótt. Nei, djók! Ég er dóttir smiðs... Ekki að það tengist neitt klósettsetum en mér finnst alltaf að ég eigi að hafa handyman genið í mér. Þetta var sem sagt svona einn af þessum dögum sem eru bara algjört helvíti. Ég veit ekki hvort þetta helvíti sem ég upplifði sé að skína í gegn með þessum texta sem ég skrifaði og ég býst ekki við því enda finnst ykkur þetta kannski bara daglegt brauð, helvítis masókistar;-) Ég komst þó að einu í gær og það er ég er enn mjög viðkvæm fyrir árupoti sem ég tel vera áreiti af verstu gerð. Hef reyndar ekki upplifað þessa tilfinningu í mörg ár en þarna blossaði hún upp, í miðri Bónusverslun á háannatíma. Smá neurosis í gangi hérna, ekki satt?

Læt þessa færslu fljóta í gegn þó svo að hún meiki ekki mikið sens...

Engin ummæli: