I believe in a thing called sushi
Ég smakkaði sushi í annað skiptið á ævinni í gær. Brynja Dögg snillingur bjó það til og það var æði. Það var lax og það var krabbakjöt og svo rækjur. Ég viðurkenni að ég var örlítið kvíðin en ég gleymdi öllum mínum áhyggjum við fyrsta munnbitann. Þvílíkt lostæti. Svo fékk ég ís í eftirrétt með engifer og súkkulaðibitum. Það var líka ofsa gott. Ég er svöng núna og held ég verði að gera eitthvað í því. Pís át.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli