7.5.2004

And the beat goes on

Holy macaroni! Fór og kvaddi Roald í gær á Ölstofunni en hann flytur til Skotlands í dag til síns ektamanns. Ég var svo æst í að kveðja hann að ég horfði ekki á lokaþátt Sex and the city og hef ekki enn. Þori varla að lesa önnur blibb í dag af ótta við að komast að eitthverju sem ég vil ekki vita. Elsku Hilma og Jón Björn tóku upp þáttinn fyrir mig. Á Ölstofunni fékk ég mér miður gott hvítvínsglas (þó það kosti bara 500 kr. þarf það ekki að vera sull) og í miðjum samræðum við Önnu og Brynju pípar síminn minn...

Birta gsm: Af hverju ertu ekki á Gauknum?

Wtf??? Þetta var íslenska númerið hennar Birtu og síðast þegar ég vissi bjó hún á Spáni með sínum ektamanni Marc. Ég fríkaði auðvitað út enda frekar taugaveikluð kona/stúlka (Girl, you'll be a woman soon, soon-yi). Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hún Birta Ósk kemur mér að óvörum. Á tímabili hélt ég að það myndi líða yfir mig vegna spennu og gleði. Ég kiknaði meira að segja í hnjánum. Svo hljóp ég niður á Gauk á stöng þar sem Jagúar voru að spila og hitti Birtuna mína. Það var yndislegt. Við vorum ekki beint skemmtilegustu tónleikagestir í heimi enda sátum við bara og kjöftuðum meðan Jagúar djammaði á sviðinu. Þeir voru rosa góðir. Sammi er með fína rödd og klár á básúnu en hvað er málið með pelsinn hann var í hann? Konupels, I tell you! Ég drakk hvítvínsglas og eitt g&t og er þunn í dag. Ekki beint glæsileg frammistaða:-/

Getraunin í dag: Hvaða lag, hvaða flytjandi?

You've killed all our leaders,
I don't even have to do nothin' to you
You'll cause your own country to fall

Hóða gelgi!

Engin ummæli: